Um mig

Ég heiti Anna og er löggiltur ferðaskipuleggjandi með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Ég hef starfað við að skipuleggja ferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi í um áratug og stofnaði nýlega mitt eigið fyrirtæki, Agent Anna ehf. Í kjölfarið ákvað ég ásamt manninum mínum og tveimur ungum börnum að flytja til Spánar, bæði vegna þess að okkur langaði prófa eitthvað nýtt og einnig til að freista þess að nýta reynslu okkar og þekkingu á nýjum vettvangi. Við búum nú og störfum í Orihuela, sem er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Torrevieja

Ég hef eytt ómældum tíma í að leita mér upplýsinga um afþreyingu á svæðinu, bæði til þess að finna og kortleggja réttu afþreyinguna fyrir mina fjölskyldu og einnig til þess að hafa betri yfirsýn og innsýn inn í hvað er í boði á svæðinu. Mig langar að hjálpa Íslendingum að finna og bóka afþreyingu við hæfi hér á Spáni, auk þess að aðstoða við leitina að réttu gistingunni, gefa ráð varðandi samgöngur, áfangastaði og fleira í þeim dúr. Það er svo ótal margt í boði og ekki verra að hafa einhvern sem býr á svæðinu og getur ráðlagt manni, séð um bókanir, útbúið ferðaplan og hjálpað til við að skapa ógleymanlegar minningar fyrir alla fjölskylduna.