Önnur afþreying

Það er einnig fjölbreytt úrval annarrar afþreyingar í boði sem vert er að skoða og má þar til dæmis nefna hjólaferðir, gönguferðir, fjórhjólaferðir, skotfimi/bogfimi, river rafting, go kart og golf/minigolf svo eitthvað sé nefnt.

Svo er hægt að leigja alls konar farskjóta á svæðinu, svo sem rafmagnshjól, hlaupahjól, vespur o.fl. ef fólk kýs að skoða sig um á eigin vegum.

Ef fólk kýs eitthvað rólegra er einnig hægt að fara í ýmiss konar dekur, til dæmis nuddi, hand- og fótsnyrtingu og fleira í þeim dúr og er slík þjónusta í flestum tilvikum töluvert ódýrara en við þekkjum heima á Íslandi.

Svo eru götumarkaðarnir alltaf vinsælir og eru nokkrir slíkir á svæðinu, og oftast er hægt að fara á slíkan markað alla daga vikunnar á mismunandi svæðum.

Þess fyrir utan má hér finna dýragarða og skemmti- og vatnagarða af ýmsum toga. Að auki eru fjölbreytt námskeið í boði á svæðinu, t.d. yoga- og dans námskeið, köfunar- og brimbrettanámskeið og námskeið í spænskri matargerð svo eitthvað sé nefnt.

Einnig má finna heldur óhefðbundnari afþreyingu, til að mynda er eitt vinsælasta skíðasvæði á Spáni, Sierra Nevada, aðeins í nokkra tíma akstursfjarlægð frá Orihuela Costa.

Afþreying