FAQ

Þar sem allar ferðaáætlanir mínar eru sérsniðnar er verðið ekki ákveðið og því ekki hægt að bóka sérsniðnar ferðir beint í gegnum heimasíðuna mína. Ef þú vilt fá sérsniðna ferðaáætlun, vinsamlega sendu mér tölvupóst eða hringdu í mig og segðu mér eitthvað um þig og hvað þú ert að leita að og ég mun senda þér hugmyndir varðandi útsýni, afþreyingu, gistingu og allt hitt, ásamt verðtilboði. Ef þú vilt halda áfram eftir það mun ég senda þér greiðsluhlekk fyrir innborgunina (venjulega um 30% af heildarupphæðinni), sem greiðist með bæði VISA og Mastercard. Ég mun einnig bjóða upp á pakkaferðir sem hægt verður að bóka á heimasíðunni minni fljótlega.

Verð fyrir ferðir fer eftir því hvort þú vilt fara í einka- eða hópa ferð, hversu margir þú ert, hversu löng ferðin er, hvaða gistingu þú kýst (ásamt framboði hverju sinni) og hvaða afþreyingu þú vilt(til dæmis jöklagöngur, vélsleðaferðir, hestaferðir, gönguferð osfrv.)

Þú þarft að vera að minnsta kosti 18 ára til að bóka. Aldurstakmark í flestar ferðir er 6 ára en í sumum tilfellum gæti það verið mismunandi eftir því hvers konar ferð/starfsemi er um að ræða. Ef þú ert að ferðast með ung börn gætum við þurft að gera sérstakar ráðstafanir svo vinsamlegast láttu mig vita ef það er raunin

Ég mæli eindregið með því að þú sækir um ferðatryggingu í heimalandi þínu sem dekkar kostnaðinn ef þú þarft að hætta við með stuttum fyrirvara. Þetta er venjulega ekki dýr trygging og oft nær hún einnig til annarra ferðatengdra áhættuþátta.